13.03.1939
Efri deild: 16. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 769 í B-deild Alþingistíðinda. (1470)

29. mál, hegningarlög

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Þetta frv. er undirbúið af stj. og hefir verið í undirbúningi undanfarandi ár, samið af hæstaréttardómara Þórði Eyjólfssyni og einnig yfirfarið af hinum hæstaréttardómurunum. Frv. fylgir allýtarleg greinargerð, og þó allshn. flytji þetta frv. fyrir tilmæli hæstv. forsrh., þá hefir hún ekki haft neina aðstöðu til að kynna sér það, en vildi flytja það eins og það kom frá höfundarins hendi og mun taka það til athugunar milli umr., enda þótt ég verði að kannast við það fyrir mitt leyti, að ég geri ekki ráð fyrir, að ég hafi þekkingu til að dæma um hinar einstöku gr. frv. og ég verði fyrir mína parta aðallega að byggja á þeim skýringum, sem höfundurinn hefir látið fylgja frv.

Ég álít, að ekki hafi sérstaka þýðingu að vísa málinu til n., en hinsvegar mun hún taka það til athugunar milli umr. Form. n. hefir verið veikur undanfarið og því ekki getað starfað, en nú er heilsa hans orðin sæmileg. N. mun því

leggja áherzlu á að koma þessu máli til 2. umr.