18.12.1939
Neðri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 825 í B-deild Alþingistíðinda. (1623)

82. mál, útsvör

*Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Hv. frsm. gat þess í ræðu sinni áðan, að frv. þetta hefði verið lagt fyrir þingið síðastl. vor, en dagað þá uppi. Eftir að það hafði dagað uppi var leitað til manna í bæjar- og sveitarstjórnum, og var það almennt harmað meðal þeirra, að frv. náði ekki fram að ganga. Ég vil því alveg sérstaklega leggja áherzlu á, að frv. verði ekki frestað enn einu sinni og, að það geti orðið að lögum á þessu þingi. Hvað brtt. áhrærir, þá er hér um milliveg að ræða. Ég hallast að því sem frambúðarlausn, að gjalddagarnir verði 10. Mér finnst það einnig skynsamlegast, að hér á landi gildi hin sama regla og annarstaðar á Norðurlöndum, að undanskilja sumarleyfis- og jólamánuðinn. Annars vil ég ekki leggja upp úr ýmsum aukaatriðum í sambandi við þetta mál, eins og t. d. hvort 3. málsgr. 29. gr. l. eigi að falla niður strax eða 1. okt. 1940. Aðalatriðið fyrir mér er það, að tryggt verði, að höfuðbreyt., sem frv. gerir á núverandi útsvarslögum, nái fram að ganga á yfirstandandi Alþingi.