20.12.1939
Efri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 826 í B-deild Alþingistíðinda. (1628)

82. mál, útsvör

*Frsm. (Magnús Gíslason):

Eins og hv. 2. landsk. gat um, hefir hv. Nd. breytt frv., og er aðalbreytingin að stytta greiðslutímann úr 10 mán. í 7. Það tel ég til bóta og legg til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir. Það var mjög mikill ljóður á frv., þegar komið var í það horf, að greiðslurnar færu að standa yfir allt árið, — síðustu mánaðargreiðslurnar mundu þá fara fram um það bil sem verið er að leggja næstu útsvör á. Nú er svo frá gengið í frv., að útsvarsgreiðslum sé lokið í febrúar árið eftir álagninguna. Það skiptir mjög miklu máll úti um land, að þær dragist ekki lengur. Til þess að afgreiðslu frv. sé ekki stefnt í voða, vildi ég mælast til þess við hv. 2. landsk., að hann tæki brtt. sína aftur.