21.12.1939
Efri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 903 í B-deild Alþingistíðinda. (1755)

48. mál, dragnótaveiði í landhelgi

*Frsm. (Ingvar Pálmsson) :

Ég vildi benda á, að það er töluvert meginatriði, sem felst í brtt., þar sem tíminn er lengdur um hálfan mánuð, og hlýtur það að hafa áhrif á atkvgr. í Sþ., hvort þessi brtt. nær samþykki hér og kemst inn í frv., en ég óttast, að frv. myndi þá verða fellt þar. Annars vildi ég benda á, að það er óþarfa viðkvæmni hjá 1. þm. Reykv., er hann segir, að kvartanir hafi komið frá Dönum út af l. eins og þau eru nú. Ég skaut því þá inn i, að þeim kvörtunum hefði verið sinnt. Dönum þótti aðallega ákvæðin um meðferð veiðarfæra, er skip eru í landhelgi, vera of ströng. Ríkisstj. hefir bætt úr þessu, svo að Danir eru ánægðir með. Er því málið úr sögunni. En á síðasta fundi sambandsln. kom fram umkvörtun út af till. frá Skúla Guðmundssyni. Og þegar nú ráðh. hefir heimilað að veita undanþágu fyrir þessa báta, hefir ríkisstj. fullnægt kröfum Dana, og er því ástæðulaust að setja þetta ákvæði í frv. vegna þeirra. (MJ: En að við gerðum það þá vegna Íslendinganna?).