27.03.1939
Neðri deild: 27. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

28. mál, dýralæknar

*Jón Pálmason:

Hv. frsm. var ekki við um daginn. þegar töluð voru hér nokkur orð út af þessu frv. Ég skal endurtaka það, sem ég þá sagði, að ég álit, að í þessu efni sem öðrum verðum við að spara allt, bæði smátt og stórt, og ég álít, að þetta embætti sé algerlega óþarft. Ég byggi þetta ekki á því, að ég áliti ekki fullkomlega þörf á því að hafa dýralækni á Vestfjörðum, heldur álit ég, að miklu réttara væri, eins og sakir standa, að flytja aðsetur dýralæknisins frá Borgarnesi t. d. til Ísafjarðar. Með þeim samgöngum, sem nú eru milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar, ætti dýralæknirinn, sem búsettur er í Reykjavík, að getu gegnt dýralækningum í Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu. Þó að hér sé e. t. v. ekki nema um smáupphæð að ræða, er það ástæðulaust að vera að stofna til óþarfra útgjalda.