16.12.1939
Neðri deild: 85. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 909 í B-deild Alþingistíðinda. (1808)

126. mál, friðun hreindýra

*Frsm. (Steingrímur Steinþórsson):

Landbn. mælir með því, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. N. lítur svo á, að þær breyt., sem hér er farið fram á, að gerðar verði á l. um friðun hreindýra, séu til bóta, enda er þetta frv. og till. þess byggðar á þeirri rannsókn, sem gerð var síðastl. sumar á þeim hreindýrahóp, sem til er hér á landi, og teljum við rétt að reyna þessa leið og sjá, hvernig hún kann að gefast. Það virðist, samkv. þeirri rannsókn, sem gerð var í sumar, að hreindýrahópurinn sé svo lítill í landinu, að full ástæða sé til að reyna að vernda hann eftir því, sem unnt er.