29.11.1939
Neðri deild: 71. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (1824)

138. mál, iðja og iðnaður

Flm. (Pálmi Hannesson) :

Það þarf ekki langt mál til að gera grein fyrir þessu frv. Eins og kunnugt er, hafa flestar opinberar stofnanir fastráðna starfsmenn,. dyraverði eða umsjónarmenn, sem m. a. er ætlað að annast venjulegar viðgerðir húsa og áhalda. En samkv. ákvæðum iðnaðarlöggjafarinnar mega þessir menn eigi vinna neitt það verk, sem til iðnaðar getur talizt. Ég hygg, að gleymska eða misgáningur af hendi löggjafans valdi því, að. svo fast er seilzt á rétt hins opinbera, og er tilgangur þessa litla frv. sá, að bæta úr þessu. Ég vona því að þetta frv. gangi greiðlega gegnum hv. d., og leyfi mér að óska eftir, að því verði vísað til á. umr. og iðnn.