25.11.1939
Efri deild: 69. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í B-deild Alþingistíðinda. (1876)

130. mál, lögreglumenn

*Forsrh. (Hermann Jónsson) :

Það ætti að vera óþarfi að vera að rekja þær yfirlýsingar, sem komið hafa fram í Þjóðviljanum, þar sem hann er nú töluvert lesinn af almenningi hér í bænum. Ég geri ráð fyrir, að flestir hafi orðið varir við þá stefnubreyt., sem orðið hefir innan Kommfl. nú í seinni tíð, a. m. k. þeir, sem á annað borð fylgjast eitthvað með í stjórnmálum. Það er vitað mál, að það er dag og nótt rifizt um það af flokksmönnum, hvaða stefnu eigi að taka. En svo grípur þetta hv. þm. svo óþægilega, að hann álítur, að nú eigi að fara að banna þennan flokk.

Það er vitað mál, að Kommfl. hefir nú tekið upp byltingarstefnuna á ný og að í deilum, sem staðið hafa yfir í flokknum undanfarið um það, hvernig ætti að snúast með byltingarstefnunni, er haft eftir einum leiðandi manni flokksins, að það sé ekki víst, að það sé heppilegt fyrir menn að snúast gegn öfgamönnunum, því að það geti farið svo, að þeir verði röngu megin við götuvígin í Rvík, þegar kemur fram á sumarið.