12.12.1939
Efri deild: 82. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 933 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

130. mál, lögreglumenn

*Frsm. meiri hl. (Ingvar Pálmason) :

Það eru aðeins örfá orð. Mér skildist það koma fram í ræðu hv. 11. landsk., að n. vilji fella niður það, sem stendur í frv. um námskeið fyrir lögreglumenn, en það er misskilningur. (MG: Það var ekki ég). Þá hefi ég misskilið hv. þm. En það er ekki hróflað við því ákvæði í 9. gr. eftir till. n. Það stendur óhaggað.