21.12.1939
Neðri deild: 89. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 938 í B-deild Alþingistíðinda. (1897)

130. mál, lögreglumenn

*Einar Olgeirsson:

Herra forseti! Hv. allshn. hefir skilað hér stuttu og laggóðu nál., þar sem hún segir, að n. telji þessa aukningu til bóta, enda sé nauðsyn á öryggi fyrir þjóðfélagið og borgara þess og að þeim sé búin fyllsta vernd. Ég vil þá spyrja hv. allshn., hvar það komi fram, að ríkisvaldinu og borgurum þess sé ekki búin fyllsta vernd með þeirri lögreglu, sem nú er. Það hafa ekki í umr. um þetta mál verið færð nein rök fyrir þessu, að ekki væri nægilega séð fyrir vernd borgaranna og ríkisvaldsins. Það virðist því vera sú minnsta krafa, sem hægt er að gera til þeirra flm., sem flytja þetta frv., eða þeirrar n., sem fjallar um þetta mál, að þau nefni einhver dæmi sínu máli til stuðnings eða komi með rök fyrir því, að sú lagasetning, sem hér er farið fram á, sem felur í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkið, sem hér er gengið út frá, og það mjög aukna vald, sem þarna er gefið. sé nauðsynlegt. Ég vildi, að það kæmi skýrt fram, hvernig þetta réttlættist og hvað það væri, sem útheimti það. Mér þætti þess vegna gaman að heyra, hvar það hefði sýnt sig síðustu 5 árin, að núv. lögregla hefði ekki nægt til þess að halda uppi lögum og reglu hér í landi. Nú er það ennfremur vitað, að í núgildandi l. er leyft að auka lögregluna fram yfir það, sem nú er, en það þarf bara til þess samþykki bæjarstj., eða í öðru lagi, það er hægt að flytja lögreglu til, en það þarf til þess samþykki viðkomandi bæjarstj.

Hvaða ástæður liggja nú fyrir um það, að bæjarstj. eða sýslumenn myndu ekki veita slík leyfi. ef þörf krefur. Hvaða dæmi hafa hér verið færð fyrir því, að bæjarstj. gæti ekki haldið þannig uppi reglu, að aðstoða ríkisvaldið til þess að halda uppi l. og rétti í landinu. Hv. þm. Snæf. nefndi ekkert dæmi um það í sinni ræðu, að bæjarstj. hefðu neitað að verða við þessu. Hinsvegar fer frv. fram á, að dómsmrh. sé þarna gefið jafnvel ótakmarkað vald til þess að flytja til lögregluna eins og honum þóknast, útbúa hana þeim vopnum, sem hann vill, og fjölga henni eins og honum þóknast, því hann hefir valdið í sinum höndum samkv. frv., ef að l. verður.

Ég held, að sú n., sem falið er að athuga frv. ætti að athuga allt þetta, og þá líka frá fjárhagslegu sjónarmiði. Maður hefði nú getað búizt við, að n. hefði líka litið ofurlítið á það sjónarmið, þar sem sérstaklega hefir verið talað um það undanfarna daga, að ekkert frv. mætti afgr., sem hefði kostnað í för með sér, nema komizt hefði verið að samkomulagi við fjvn. um það, hve mikið mætti áætla í sambandi við kostnað af slíku frv. og framkvæmd þess, þegar það yrði orðið að l., á fjárl. Það var talað um þetta í sambandi við þau fríðindi, sem sjómenn áttu að fá, að nokkru leyti í sambandi við jöfnunarsjóð viðvíkjandi hlutarráðningu. Ennfremur í sambandi við eyðingu svartbaks og hrafns, hve gífurleg útgjöld þetta mundu verða. En þegar um er að ræða ríkislögregluna, þá er ekki verið að tala um peninga, þá er nóg til af þeim, þá þarf ekki að spara. Að ég ekki tali um, hvernig eigi að friða þessa og þessa fugla og hreindýr, þá er ekki verið að tala um, hvernig eigi að friða mennina gagnvart gerræði valdhafanna, eða misbeitingu valds af hálfu lögreglunnar, eins og einstakir menn og félög hafa orðið fyrir í okkar þjóðfélagi.

Ég álít því, að n. hafi staðið mjög illa í stöðu sinni að því er snertir rannsókn á þessu frv. Hún reynir þvert á móti að breiða yfir þá hættulegu stefnu, sem tekin er, með því að dylja, hve mikið gerræðisvald er fengið í hendur dómsrh., og hindrar það, að tekið sé eftir því, hvílíkt fjárveitingarvald dómsmrh. er fengið þarna í hendur, og reynir að leyna þjóðina því, hvernig verið er með þessu að leyfa honum að koma hér upp her í landinu, þegar honum þóknast, og beita honum næstum eins og hann vill. Ég álit þess vegna, að þetta frv. sé að öllu leyti eins slæmt eins og það var hér við 1. umr. En þar sem ég sé ekki, að til neins sé að koma með brtt. við frv., mun ég greiða atkv. á móti frv. í heild.

En ég vil vekja athygli hv. þm. á því nú þegar, að það hafa komið mjög mörg mótmæli gegn frv. frá félögum og fundum utan af landi. En það hefir ekki heyrzt ein einasta rödd utan valdaklíkunnar í landinu, sem álíti þörf á þessum l. Það hefir enginn borgari óskað eftir þeim.

Það vald, sem dómsmrh. er veitt með þessu frv., ef að l. verður, er meira en nokkrum manni á Íslandi hefir áður verið veitt. Og það einmitt þegar svona stendur á í þjóðfélaginu, að meiri hætta er á, að því valdi verði beitt en nokkru sinni fyrr, þegar fyrir liggur yfirlýsing frá dómsmrh. um það, að honum detti ekki í hug að fara að l. t. d. hvað kostnaði viðvíkur, sem af því leiddi, heldur muni hann gera það, sem honum þóknast.

Ég álít því, að af hálfu þeirrar n., sem með þessu frv. mælir, hafi engin rök komið fram, sem mæli með því, en það sé beinlínis stefnt að því að skapa meira gerræði einstakra valdhafa hér í landi og gefa þeim meira vald til þess að koma slíku fram heldur en hér hefir verið um marga áratugi.