22.12.1939
Neðri deild: 90. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (1953)

149. mál, héraðsskólar

*Einar Olgeirsson:

Ég vil lýsa ánægju minni yfir brtt. þeirri, sem fram er komin frá hv. þm. Ísaf. o. fl. viðvíkjandi tungumálakennslunni í héraðsskólum. Ég vakti máls á þessu atriði við 2. umr. og hefi flutt um það brtt., en þar sem ég treysti því, að brtt. hv. þm. Ísaf. og félaga hans nái fram að ganga, tek ég hér með 2. lið till. á þskj. 543 aftur.

Um annað það, er brtt. á þskj. 543 fjallar, þarf ég ekki að vera margorður nú. Ég minntist á það við 2. umr. Sérstaklega er það í sambandi við 7. og 9. gr., um kjör kennara, að ég álít sjálfsagt, að þeir geti notað sitt sumarfrí og séu ekki bundnir við að vinna fyrir skólann.

Um brtt. á þskj. 550 vil ég geta þess, að ég álít ekki nema sjálfsagt, að sem víðast á landinu fái menn að njóta þess réttar, sem héraðsskólalögin veita. — Ég vil endurtaka það, að ég álít mikla bót að till. um tungumálakennslu skuli vera fram komin, og það hefði raunar gengið hneyksli næst að banna kennslu erlendra tungumála í þessum skólum.