23.12.1939
Efri deild: 92. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1001 í B-deild Alþingistíðinda. (1970)

149. mál, héraðsskólar

*Árni Jónsson:

Þetta frv. hefir legið fyrir n. skamman tíma, þó hafa verið gerðar við það margar brtt. Ég bar fram brtt. við 13. gr., um það, að stofnkostnaður við skólana yrði greiddur áfram að helmingi úr ríkissjóði og helmingi frá hlutaðeigandi héraði. Þessi till. fékk ekki samþykki, og nú kemur frv. aftur frá Nd.

Nú hefir mér dottið í hug að bera fram brtt. þessa á þskj. 586, sem er miðlunartill. Þó að flm. frv. hafi ekki séð sér fært að fylgja till. minni á dögunum, vil ég ekki að óreyndu fullyrða, að þeir slái hendinni á móti þessari till. Það er nú svo, að stjórnarsamstarfið verður að grundvallast á því, að um gagnkvæma tilhliðrun sé að ræða í því starfi. Ég vona, að hv. flm. sýni hér tilhliðrun í því að styðja þessa till. mína, og að hér geti verið opin leið á báðar hliðar til samkomulags.