16.12.1939
Neðri deild: 85. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1044 í B-deild Alþingistíðinda. (2036)

22. mál, tollskrá

Jón Ívarsson:

Ég get að mestu fallið frá því, sem ég ætlaði að segja, því að hv. þm. Ísaf. hefir tekið af mér ómakið. Það virðist sjálfsagt að taka hið raunverulega flutningsgjald til greina þegar tollur er lagður á. — Ég þakka frsm. undirtektir hans undir þau atriði, sem ég beindi til hans, og vona, að n. geri nokkrar breyt. á þessu fyrir 3. umr. En hvað því viðvikur, að setja um það reglugerðarákvæði, að taka skuli aukaflutningsgjaldið hafna á milli til greina, verð ég að telja mjög vafasamt, að unnt sér að setja slíkt ákvæði afdráttarlaust í reglugerð, þar sem lögin orða þetta aðeins sem heimild. Teldi ég réttara að eiga ekkert á hættu með þetta, en taka skýrt fram í lögunum sjálfum, að þetta flutningsgjald skyldi draga frá áður en til tollálagningar kemur.