27.12.1939
Efri deild: 94. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1081 í B-deild Alþingistíðinda. (2137)

150. mál, ríkisborgararéttur

*Forsrh. (Hermann Jónasson):

Ég hefi ekkert að athuga við afstöðu n. í þessu máli; hún er í samræmi við gildandi l. Einnig er það rétt hjá frsm. allshn., að það er átt við, að menn þurfi að hafa verið í þjónustu ríkisins til þess að geta öðlazt réttinn eftir aðeins 5 ára dvöl hér. Og það er hæpið að lögjafna þessu ákvæði til hins opinbera. En við megum ekki gleyma því, að þó að við höfum verið strangir í að veita ekki svona rétt, og við viljum vera strangir í því, að menn flytji ekki hingað til lands, sem við höfum þó kannske ekki verið nógu strangir með, þá vil ég benda á það, að þessi ákvæði um 5 og 10 ára búsetu hér á landi eru fyrst og fremst orðin til fyrir íslenzka hagsmuni. Og ef við sjáum ástæðu til að gera frávikningu frá þeim l., þá höfum við leyfi til að gera það, en eingöngu fyrir íslenzka hagsmuni.

Ég mun svo ekki lengja umr. um þetta. Ég þakka fyrir þann frest, sem málið hefir fengið.