02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1094 í B-deild Alþingistíðinda. (2232)

165. mál, rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna

Forseti (EÁrna):

Það er rétt hjá hv. 1. þm. Reykv., að þetta frv. þarf þeirrar leiðréttingar við, sem hann minntist á, og svo mun vera um fleiri frv., sem fyrir þinginu liggja. Ég bjóst við, að brtt. um þetta mundi koma frá n., sem hafði þetta mál til meðferðar — og mér hefir nú verið afhent skrifl. brtt. frá menntmn., svo hljóðandi [sjá þskj. 659]

Brtt. er of seint fram komin, og auk þess skrifleg. Þarf því að veita tvenn afbrigði frá þingsköpum, svo að brtt. megi taka til meðferðar nú.