23.12.1939
Efri deild: 92. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (2320)

166. mál, fræðsla barna

*Frsm. (Árni Jónsson) :

Það varð dálítill ágreiningur um það, hvort vísa ætti þessu máli og nokkrum fleiri til nefndar, og varð úr, að því var vísað til menntamn. Það voru 3 mál, sem lágu fyrir n., en það tókst samt að afgreiða þau á einni klst., og hygg ég, að þeim tíma hafi verið vel varið, því mér hefði þótt leitt, ef þau hefðu ekki fengið þinglega afgreiðslu.

N. flytur á þskj. 580 brtt. um það, að fá skuli tillögur fræðslumálastjóra áður en kennslumálaráðuneytið sameinar fámenn skólahverfi eins og talað er um í frv. gr. Nefndin var sammála um að leggja til, að frv. næði fram að ganga með þessari brtt., og vonar, að hv. deild taki því vel.