03.01.1940
Neðri deild: 98. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (2330)

166. mál, fræðsla barna

*Frsm. (Bjarni Bjarnason) :

Frv. fer fram á þrjár breyt. á fræðslulögunum. Í fyrsta lagi um að heimila samfærslu skólahéraða. Í öðru lagi er heimilað að auka kennslu í móðurmálinu, og loks að taka skuli upp og auka verklegt nám og íþróttakennslu.

Menntmn. lítur svo á, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að frv. nái fram að ganga, þrátt fyrir það, þó hún telji, að hægt sé að framkvæma öll þessi atriði að fræðslulögunum óbreyttum.