28.12.1939
Efri deild: 97. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1167 í B-deild Alþingistíðinda. (2367)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Frsm. 1. minni hl. (Ingvar Pálmason) :

Eins og eiginlega séð var fyrirfram við 1. umr., hefir sjútvn. ekki orðið sammála um þetta mál. Hv. 2. landsk. lýsti því yfir strax við 1. umr., að hann gæti ekki fylgt þessu frv. Var því fyrirfram séð, að n. mundi ekki geta staðið saman um málið. Hinsvegar var það svo með hv. þm. Hafnf., að hann að vísu vildi ekki greiða atkv. með frv. í n., en lét í ljós, að það gæti komið til mála, að hann yrði með frv. með einhverjum breyt. á því. Frá honum hefir svo ekkert komið síðan, svo að ég vil ekkert segja um afstöðu hans í málinu.

Ég tel, að þetta mál sé svo mikils virði, að það sé sjálfsagt, að það komi undir úrskurð hv. þd., hvort það eigi fram að ganga eða ekki. Það er náttúrlega nokkur ástæða til þess við þessa umr. að fara út í einstakar gr. frv. En af því að ég veit, að um málið verða einhverjar umr. þá ætla ég ekki að ræða einstakar gr. þess að þessu sinni, nú um leið og ég segi þessi fáu orð um frv., því að ég geri ráð fyrir, að það verði hvort sem er, þegar til þess kemum að svara andmælum gegn frv., tækifæri til að ræða það nánar. Ég vænti að frv. liggi svo ljóst fyrir, að allir hv. þm. hafi áttað sig vel á því.