22.04.1939
Efri deild: 46. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (238)

47. mál, síldarsmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. (Ingvar Pálmason) :

Þetta frv. er komið frá hv. Nd. og er flutt af sjútvn. þeirrar d. samkv. ósk hæstv. atvmrh. (SkG). Með þessu frv. er farið fram á að veita hæstv. ríkisstj. heimild til að láta síldarverksmiðjunni á Raufarhöfn í té lóðir eftir þörfum, og veita ríkisstj. heimild til að taka þær eignarnámi, ef með þarf. Í grg. þessa frv. er vikið að því, að það hafi reynzt fremur torvelt að ná samningum um eignarrétt á þessum lóðum nú, þegar stækkun síldarverksmiðjunnar stendur fyrir dyrum, og þess vegna telur ríkisstj. nauðsynlegt að fá þessa heimild. Sjútvn. Ed. leggur til, að þetta frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.