02.01.1940
Efri deild: 99. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í B-deild Alþingistíðinda. (2387)

35. mál, hlutarútgerðarfélög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég hafði komið að máli við hæstv. forseta um, að vegna fjarveru eins hv. þm. vegna lasleika hans yrði málinu frestað, og hafði hæstv. forseti góð orð um, að hann myndi a. m. k. geta frestað atkvgr., þótt umr. yrði ekki frestað. Ég vil leyfa mér að fara fram á það við hæstv. forseta, að atkvgr. verði a. m. k. frestað það lengi, að hægt sé að grennslast um, hvort maðurinn á þess nokkurn kost að koma.