24.11.1939
Efri deild: 66. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (2413)

118. mál, framfærslulög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Ég kvaddi mér ekki hljóðs til þess að taka þátt í þeim umr., sem fram hafa farið um mál þetta. En ég vildi aðeins fyrir hönd allshn. geta þess, að hún hefir flutt þetta mál eins og það er fram komið fyrir hæstv. félmrh., án þess að gagnrýna frv. á nokkurn hátt eða kynna sér það til hlítar. Enda hafa einstakir nm. tjáð í grg., að þeir hafi óbundnar hendur um einstakar gr. og jafnvel um afstöðu til frv. í heild. En ég tel rétt að taka það fram viðvíkjandi meðferð þessa máls, að það er það stórt, að sjálfsagt verður n. að fá tíma til að athuga einstakar gr. og efni frv. áður en málið er tekið til 2. umr.

Ég vildi beina því til hæstv. forseta, að hann vildi hafa samvinnu við n. um það, hvenær málið er tekið á dagskrá, með þetta fyrir augum. Ennþá hefir n. ekki unnizt tími til að fara gegnum frv. og gera þær breyt., sem hún óskar. Vildi ég, að málinu væri ekki svo hraðað, að n. geti ekki gert þær breyt., sem henni þykir þurfa.