09.12.1939
Efri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (2421)

118. mál, framfærslulög

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Eins og hv. frsm. tók

fram, erum við nm. sammála um, að frv. eigi fram að ganga í aðalatriðum. Eins og hann lýsti rækilega, er aðalstefna þess fram komin af nauðsyn yfirstandandi tíma. Sá straumur, sem til bæjanna hefir gengið, af fólki, sem síðan hefir ekki getað séð fyrir sér sjálft, hefir orðið mjög erfiður við að eiga. Hin frjálslyndu lög frá 1935 hafa nokkuð verið misnotuð af sumum sveitarstjórnum og hefir því orðið nokkurt ósamræmi milli einstakra bæja og sveita. Annars ætla ég ekki að ræða það, heldur víkja að brtt. mínum.

Um brtt. við 9. gr. um að bæði v og b-liður falli niður, hefi ég lýst yfir því við hv. frsm., að ég taki hana aftur til 3. umr., í þeirri von, að eitthvert samkomulag náist um lausn á þessu í n. Sama vil ég gera um 5. brtt., þar sem ég hefi leyft mér að orða 21. gr. um. E. t. v. finnst sumum mönnum það, sem fyrir mér vakir, ekki koma þar nógu ákveðið fram, en það eru þrjú höfuðatriði. Ég get frestað til 3. umr. að ræða þau.

Um hinar aðrar brtt. er ég í aðalatriðum samþykkur hv. meðnm. mínum. Fyrir þeim brtt., sem snerta ríkisábyrgðina, hefir hæstv. ráðh. falað mjög ýtarlega. Mín skoðun er, að nauðsyn sé fyrir bæjarfélögin, að slík ábyrgð sé fyrir hendi. Sérstaklega vil ég minna á 23. gr. og þá ríkisábyrgð, sem gert er ráð fyrir vegna manna, sem þurfa styrk vegna sjúkdóma og slysa. Það er mjög óviðeigandi, að dvalarsveit eigi ekki að vísu að ganga með endurgreiðslu á þeim styrk. Andstæðingar ríkisábyrgðarinnar vilja þar náttúrlega vera í samræmi við sína skoðun á ábyrgðum yfirleitt og fella hana niður. — Að svo stöddu get ég láfið máli mínu lokið.