16.12.1939
Efri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1236 í B-deild Alþingistíðinda. (2457)

118. mál, framfærslulög

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Já, ég sé, að án þessarar löggjafar um byggðarleyfi. þá er augljóst, að þessi straumur af efnamönnum til bæjanna úr sveitum mundi haldast. En með því að lögleiða þetta ákvæði um byggðarleyfi, þá kynni þó að vera einhver von um, að hann yrði hindraður. Mér finnst því hv. 1. þm. N.-M. hér rökræða blátt áfram á móti sjálfum sér.