22.12.1939
Efri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1100 í B-deild Alþingistíðinda. (2492)

143. mál, síldarverksmiðja á Raufarhöfn o. fl.

*Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Ég vil ekkert um það segja, hvernig sjútvn. muni taka þessari brtt., en mér skilst hún sé þess eðlis, að rétt sé að hafa allan fyrirvara á að samþ. hana. Hún er að kalla óskyld málinu, sem fyrir liggur, og hún gefur tilefni til sérstakra umræðna. Nú þegar komið er að þinglokum, geta till., sem orka mjög tvímælis, orðið nytjamálum eins og þessu að fjörtjóni, og ég vil vara við því, að hér hljótist illt af.