23.12.1939
Efri deild: 92. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1259 í B-deild Alþingistíðinda. (2537)

164. mál, fiskimálanefnd

*Atvmrh. (Ólafur Thors):

Ég vil ekki tefja framgang þessa máls með löngum ræðuhöldum, en þar sem allir geta við athugun á þessum lögum séð, að ráðh. hefir mikil ráð með tilliti til þessarar n., tel ég mér nóg, á meðan ég er atvmrh., að hafa 3 menn í nefndinni. Hvað viðvíkur kaupinu, tel ég það ekkert til bóta, þótt nefndin vildi vinna frítt. Ég tel þessa breyt. til bóta, en tel þetta skipulag ekki æskilegt, og held, að það eigi aðeins að standa þangað til þeim mönnum, sem hér eiga hlut að máli, hefir verið gefinn kostur á að ráða það við sig, hvort þeir vilja koma á frjálsum samtökum, því ég álít, að það séu framleiðendur, sem eiga að ráða í þessum málum. Þangað til það er orðið, þarf þetta skipulag að vera, en ég tel óþarft að hafa í n. fleiri menn en þetta frv. gerir ráð fyrir.