23.12.1939
Neðri deild: 93. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1269 í B-deild Alþingistíðinda. (2549)

164. mál, fiskimálanefnd

*Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson):

Viðvíkjandi fyrirspurn hv. þm. Ísaf. álít ég rétt að skýra afstöðu Framsfl. í þessum málum. Annars finnst mér þessar fyrirspurnir tilefnislausar, og efni frv. gefur ekki ástæðu til þeirra. Eins og sést við lestur frv., er efni þess ekkert annað en það, að í staðinn fyrir að nú eiga sæti í fiskimálanefnd 7 menn, er gert ráð fyrir 3. Með þessum l. er að engu breytt valdsviði fiskimálan. Framsfl. telur rétt að vera fylgjandi þessari fækkun á nm., þó með óbreyttu starfssviði n. Honum finnst óþarfi að hafa 7 menn við að vinna það, sem 3 menn geta hæglega leyst af hendi. Með þessu móti fæst líka nokkur sparnaður, þar sem gert er ráð fyrir, að n. verði eigi síður starfhæf með 3 menn en 7. Framsfl. er þetta ekkert kappsmál, en telur þetta skynsamlegra, — en sem sagt, hann gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á starfssviði fiskinn.