04.01.1940
Neðri deild: 102. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1279 í B-deild Alþingistíðinda. (2574)

164. mál, fiskimálanefnd

*Atvmrh. (Ólafur Thors) :

Ég mun greiða atkv. móti brtt. hv. 6. landsk. þm. Með því segi ég ekkert um, að ég sé út af fyrir sig móti því að fækka í mjólkursölunefnd, en vil ekki setja þetta mál í neina hættu með því að samþ. till. Mér þótti vænt um, að till. skyldi einmitt koma frá þessum hv. þm. og hans flokki. Þessi flokkur hefir ráðizt á fjvn. fyrir frv., sem hún flutti um óskilt efni, og núna, síðustu nóttina, skilar svo þessi hv. þm. brtt. við frv., sem hans flokkur. hefir ráðizt á fjvn. fyrir og koma þessu frv. ekkert við, enda um lítt sambærilegan hlut að ræða. Þetta er tilefnislaus árás og allar þessar staðhæfingar eru settar fram án þess að alvara fylgi málinu.