03.03.1939
Neðri deild: 12. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1283 í B-deild Alþingistíðinda. (2588)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Einar Olgeirsson:

Það var fyrirspurn, sem ég vildi bera fram til hæstv. forsrh. Sem utanríkismálaráðherra vildi ég, að hann skýrði þinginu frá, hvort það megi ekki treysta því. að engin breyting verði gerð í því að fara að viðurkenna aðra stjórn á Spáni en þá lýðræðisstjórn, sem situr þar enn. án þess að þingið verði látið vita, svo að það geti þá tekið sínar ákvarðanir.