23.03.1939
Neðri deild: 25. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (2620)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Haraldur Guðmundsson:

Ég skal ekki lengja umr. mikið, enda verð ég að segja, að þær hafa farið mjög á annan veg en ég taldi eðlilegt og æskilegt.

Því getur enginn neitað, að það, sem gaf tilefni til þessara umr., er býsna alvarlegt, sérstaklega fyrir þá, sem kunna að bera ugg í brjósti vegna landvinninga þjóðverja og útbreiðslu nazismans. Það, sem er aðalatriðið í þessu efni, er, hvort upplýsingar þær, sem eru í skeyti því, sem sent var kommúnistablaði í Kaupmannahöfn, eru réttar eða rangar, og það er vist, að þær eru rangar. Ég sat nærri hæstv. forsrh., þegar hann svaraði fyrirspurninni, og ég heyrði, að hann sagði, að þetta yrði rætt, þegar nefndin kæmi, en hv. þm. símar blaðinu. að þetta verði rætt þegar Emden kæmi, enda þótt samningamennirnir kæmu með „Drottningunni“, og undirstrikar það. Hér er rangt frá sagt, og ekki er hægt annað að segja en að það gæti gefið tilefni til vissra krafa frá vissum aðilum, og hversu alvarlegt það gæti verið, ætti þeim hv. þm. að vera kunnugt um, sem flutti hér alllanga hugvekju um afskipti þessarar þjóðar af málefnum í Danmörku, sem þó var ekki farið rétt með. En þeim, sem ekki vilja gefa tilefni til slíkra afskipta hér, ætti að vera ljóst, að gæta þarf þá meiri varfærni í frásögnum um þetta efni.

Ég verð að harma, að slíkt skeyti sem þetta skuli hafa verið sent, og einnig verð ég að harma, að umr. um svo alvarlegt málefni skuli fara í þá átt á Alþingi sem orðið hefir; þær hafa farið út í umr. um óskyld mál og hnútukast milli einstakra þm. Ég verð að álíta, að um utanríkismál öll verði þjóðin að standa einhuga á bak við framkvæmdir, og mér er ánægja að því, að þessa sé getið hér á Alþingi, og vona, að svo verði í framkvæmdinni.

Ég get ekki lokið máli mínu án þess að minnast á ræðu hv. 3. þm. Reykv. og það, sem hann sagði um samstarf Sósíalistafl. við erlenda stjórnmálaflokka. Hann sagði, að flokknum væri jafnkærir kommúnistar og sósíalistar. Ég vil ekki bera brigður á hans hlýja hugarfar til beggja þessara flokka, en varla mun eins tryggt um hugarfar sumra flokksbræðra hans, eins og t. d. hv. 5. þm. Reykv. Hvað snertir vinskap Sósíalistafl. við erlenda flokka, verð ég að segja. að mér er ekki kunnugt um, að nein vináttumerki hafi komið fram í þeirra garð frá sósíalistaflokkum nágrannalandanna. Sú pressa, sem hv. þm. talaði um, að sósíalistar hér hefðu fengið að gjöf, mun hafa komið frá kommúnistum í Svíþjóð einum, og að hún var gefin án allra skilyrða, mun hafa verið af því, að þeir vissu, hver þiggjandinn var og hvernig hún myndi notuð.

Að því er snertir það, að hann sagði, að Alþfl. væri að leita sér að 200 þús. kr. láni í Svíþjóð. sem hann ætlaði sér aldrei að borga, þá vil er upplýsa, að hafi undanfærslur hv. þm. um að veita lánið stafað af því, að hann hefir haldið, að ekki ætti að greiða það, þá eru þær á mjög miklum misskilningi byggðar.