06.11.1939
Neðri deild: 53. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (2624)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Forsrh. (Hermann Jónasson) :

Það hefir verið venja hér á hv. Alþ., að fyrirspurnir væru bornar fram skriflega, og áður en vikið er frá þeirri venju, þá mun ég athuga, hvort í þessu máli sé ástæða til að víkja frá henni. Ég mun athuga hvort ég get fallizt á, hvort tími þingsins sé notaður eftir geðþótta einstakra þm., þegar þarf að taka önnur áríðandi mál til afgreiðslu. Ég mun því taka mér frest til að svara og athuga hvort ástæða er til að víkja frá þeirri venju, að fyrirspurnir séu bornar fram skriflega.