06.11.1939
Neðri deild: 53. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1313 í B-deild Alþingistíðinda. (2625)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

*Héðinn Valdimarsson:

Það er svo að sjá, sem hæstv. forsrh. geti ekki í fljótu bragði áttað sig á fyrirspurnum mínum. Ég hefi auðvitað ekkert á móti því, að hann fái frest til að svara þeim. En honum er álíka kunnugt um það og mér, að mörg síðari árin hefir það tíðkazt, að þm. komi fram með stuttar fyrirspurnir utan dagskrár og þeim sé svarað. Ég veit ekki betur en hann hafi sjálfur komið fram með slíkar fyrirspurnir og fengið þeim svarað. Hinsvegar er mér kunnugt um, að þó komið hafi verið fram með skriflegar fyrirspurnir áil ríkisstj., þá hafi þær verið látnar falla niður.