09.12.1939
Efri deild: 80. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (2637)

Afgreiðsla mála úr nefndum

Sigurjón Á. Ólafsson:

Út af fyrirspurn hæstv. forsrh., um þessi mál vil ég segja það, að honum mun e. t. v. vera kunnugt um, hvað liður afgreiðslu annars málsins, sem hann spurði um. En um hitt málið er það að segja, að það er til meðferðar hjá allshn., og bæði þessi mál eru þess eðlis, að þau þurfa töluverðrar íhugunar og rannsóknar við, og viðtöl við einstaka menn, sem þessi mál geta snert. Allshn. hefir haft fjölda mála með höndum til þess að vinna að, og sumpart mál, sem ekki hefir orðið komizt hjá að taka til afgreiðslu sem fyrst. Það var alls ekki meining mín né annara nm. að svæfa þessi mál yfir þingtímann, en ef þingtíminn er ætlaður svo stuttur, að ekki sé hægt fyrir þm. að athuga þau tímans vegna, þá verða þau að bíða.