22.12.1939
Efri deild: 91. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1317 í B-deild Alþingistíðinda. (2642)

Afgreiðsla mála úr nefndum

forseti (EÁrna) :

Ég vil geta þess um þau 5 mál, sem nú eru eftir á dagskrá (frv. um ráðstafanir vegna núv. styrjaldarástands, frv. um fiskimálanefnd o. fl., frv. um rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna, frv. um fræðslu barna og frv. um útvarpsrekstur ríkisins) og öll eru borin fram að tilhlutun stjórnarinnar fyrir milligöngu nefndar, að þar sem nú er komið að þinglokum og orðið naumt um tíma, vildi ég hafa á þeim þá meðferð og hraða þeim svo, að úrslit fengjust um þau hér í deildinni í dag og þau gangi fram, ef þau á annað borð hafa meiri hluta þings bak við sig. Vil ég vonast til að deildin stuðli að þessu. Enda þótt skiptar skoðanir kunni að vera um málin, ætti að vera hægt að ganga úr skugga um það, hvort nægur meiri hl. er fyrir því, að þau gangi gegnum deildina.