26.04.1939
Sameinað þing: 11. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1325 í B-deild Alþingistíðinda. (2653)

Þingfrestun

forsrh. (Hermann Jónasson) :

Alþingi hefir nú samþ. till. um frestun þingsins, þó ekki lengur en til 1. nóvember. Mér hefir borizt konungsbréf um frestun á fundum Alþingis, og er það svo hljóðandi:

„Vér Christian hinn tíundi, af guðs náð konungur Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldenborg.

Gjörum kunnugt: Að Vér viljum, að tilskildu samþykki Alþingis, veita yður sem forsætisráðherra Vorum umboð til þess í Voru nafni að fresta fundum yfirstandandi Alþingis frá því venjulegum störfum þess verður það langt komið, að ekki þyki ástæða til lengra þinghalds að sinni, þar til síðar á árinu, þó ekki lengur en til 1. nóvember næstkomandi.

Gjört á Amalíuborg 22. apríl 1939.

Undir Vor konunglega hönd og innsigli Christian R.

(L. S.)

Með því að Alþingi hefir nú samstundis samþ. heimild til frestunar á fundum Alþingis, lýsi ég hér með yfir, samkvæmt því umboði, sem mér hefir verið veitt, að fundum Alþingis er frestað þar til síðar á árinu, þó ekki lengur en til 1. nóv. næstk.

12. fundi í Sþ., 1. nóv., las forsætisráðherra upp konungsbréf, dags. 16. okt., um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda miðvikudaginn 1. nóv. 1939. (Sjá Stjtíð. 1939, A. bls. 75).

Forseti skýrði frá, að þm. N.-Þ. (GG) væri veikur og þm. Seyðf. (HG) og þm. Vestm. (JJós) væru staddir erlendis f. h. ríkisins vegna milliríkjasamninga, og mundu þessir 3 þm. ekki geta tekið þátt í störfum Alþingis fyrst um sinn.

VI. Rannsókn kjörbréfs.

Á 12. fundi í Sþ., 1. nóv., var tekin til meðferðar rannsókn kjörbréfs þm. A.-Sk., Jóns Ívarssonar. Var gert hlé á fundinum meðan kjörbréfanefnd lyki athugun þess, en eftir það var fundinum fram haldið.