13.04.1939
Neðri deild: 39. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 1327 í B-deild Alþingistíðinda. (2658)

Stjórnarskipti

*Héðinn Valdimarsson:

Ég vildi leyfa mér að gera þá fyrirspurn til hæstv. ríkisstjórnar, hvað liði öllum þeim bollaleggingum. sem ríkisstj. hefir staðið að og verið hafa milli stuðningsflokka hennar, Framsfl., Alþfl. og Sjálfstfl. um stjórnarmyndun. Hvort það sé nokkur endir á það kominn, hvort ríkisstj. muni ætla að sitja áfram, eða hvort hún ætli að láta ganga til kosninga og reyna þar með að tryggja það, að hér sitji ríkisstjórn með meiri hl. kjósenda að baki sér.