23.12.1939
Efri deild: 92. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 83 í C-deild Alþingistíðinda. (2804)

152. mál, bráðabirgðaráðstafanir

*Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vil aðeins taka það fram, að ef afnotagjöldin yrðu lækkuð eins og gert er ráð fyrir í frv., hefir verið áætlað, að tekjur og gjöld útvarpsins stæðust á að mestu leyti. — Ég tók það einnig fram í gær, að ég teldi sjálfsagt að verða við kröfum um lækkun afnotagjalda til allra, jafnskjótt og hagur útvarpsins leyfði, en þar sem fjárhagurinn leyfir ekki, að lengra sé farið en frv. gerir ráð fyrir, er eðlilegast að lækka afnotagjöld þeirra, sem erfiðast eiga. — Þetta vænti ég, að hv. flm. brtt. athugi, og get ég ekki greitt atkv. með brtt. þeirra.