03.01.1940
Neðri deild: 101. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í C-deild Alþingistíðinda. (2834)

152. mál, bráðabirgðaráðstafanir

*Finnur Jónsson:

Hv. þm. Borgf. lýsti meðferð þeirri, er höggormurinn hefir fengið hér á þinginu. Hann sagði, að fimm atriði hans væru orðin að l., og kallaði það meiri hl. Í sjálfum höggorminum voru 18. gr., fyrir utan venjuleg ákvæði um, að l. öðluðust þegar gildi, og með því, sem kallað var nöðrukynið frá hv. fjvn., voru gr. alls 23 að minnsta kosti. Og þar sem ég tel, að eitt, ef ekki tvö af þessum lagafrv., er hafa nú verið samþ. af Alþingi, ættu sér áður stað í l., tel ég það mikla nægjusemi af hv. þm. Borgf., er hann lýsir yfir ánægju sinni með það að hafa fengið inn í löggjöfina þrjú af þessum 23 atriðum. (PO: Þetta er mikill misskilningur, hv. þm. er að dreyma). Fyrst hv. þm. er svona ánægður með sig og sitt hlutskipti, má um það segja, að litlu verði Vöggur feginn.