14.11.1939
Efri deild: 60. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 113 í C-deild Alþingistíðinda. (2860)

34. mál, lögreglustjóri í Hrísey

*Magnús Gíslason:

Út af ummælum hv. 2. landsk. um það, að ég hefði lagt aðaláherzluna á, að það væri tolleftirlitið á Fáskrúðsfirði. sem gerði það nauðsynlegt að skipa þar sérstakan lögreglustjóra, þá vil ég taka það fram, að ég býst ekki við, að það sé annað en almennt lögreglueftirlit, sem er aðalstarf lögreglustjóranna, ásamt tollheimtu. Það er vitanlegt, að á stað eins og Fáskrúðsfirði er þörf á lögreglueftirliti, en ég tel ekki meiri ástæðu til að skipa þar sérstakan lögreglustjóra þess vegna en á mörgum öðrum stöðum. En tollheimtan er þar vafalaust miklu meiri, og líklega hvergi meiri en einmitt á Fáskrúðsfirði, miðað við þá staði, sem þegar eru komnir lögreglustjórar á. Það er þetta, sem sérstaklega gerir það að verkum, að þörf er fyrir sérstakan lögreglustjóra á þessum stað. Til Fáskrúðsfjarðar kemur svo mikið af skipum beint frá útlöndum, að þess vegna er þar þörf betra tolleftirlits en annarstaðar.