24.11.1939
Neðri deild: 67. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (2868)

56. mál, áfengislög

Pétur Ottesen:

Fyrir nokkru síðan gerði ég fyrirspurn til hv. allshn. um, hvað liði frv. um breytingar á áfengislögunum, sem þar hefir legið, og óskaði ég mjög eftir, að nefndin hraðaði afgreiðslu þessa máls hingað í deildina. Jafnframt skaut ég því til forseta, að hann fylgdist með þessu og hlutaðist til um, að málið yrði afgr. til deildarinnar. Hefir þetta engan sýnilegan árangur borið. Vil ég biðja hæstv. forseta að gæta að, hvað líður afgreiðslu málsins, og ef nefndin ætlar ekki að afgreiða málið, vil ég biðja hann að beita valdi sínu og taka málið á dagskrá, svo það geti fengið afgreiðslu hér, og ganga röggsamlega fram í því.