24.11.1939
Neðri deild: 67. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í C-deild Alþingistíðinda. (2870)

56. mál, áfengislög

Pétur Ottesen:

Mér þykir gott að heyra þetta, en hinsvegar er rétt að athuga það fyrirkomulag, að vísa svo mörgum málum til nefndarinnar, að þau geti ekki fengið afgreiðslu þess vegna. Það er athugandi, hvort ekki er þörf að gera hér breyt. á, því þetta nær ekki nokkurri átt, að vísa svo mörgum málum til einnar nefndar, að nefndarmenn geti haft það að skálkaskjóli fyrir því að þrjózkast við afgreiðslu mála úr nefnd og þannig komið í veg fyrir, að þau fái þinglega afgreiðslu, og þarf að vísa slíkum hindrunum úr vegi. Slíkt er athugavert og þess virði, að því sé gaumur gefinn.