04.12.1939
Efri deild: 75. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 172 í C-deild Alþingistíðinda. (2933)

78. mál, tekjuskattur og eignarskattur af vaxtafé

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti! Hv. landsk. fór fram á það við hv. þd., að hún frestaði málinu, svo að hann gæti athugað nánar hugmynd sína. Mér finnst hún alveg óframkvæmanleg. Við innstæður manna í bönkum eru oft gervinöfn, og ómögulegt er að komast að því, hver hinn rétti eigandi er. T. d. áttu 5 sömu upphæðir, 41 þús. kr. hver, höfðu öll lagt inn sama dag og hétu Fjóla. Njóla. Sóla o. s. frv., og „karl í koti“ 48 þús. kr. í sparisjóði úti á landi. Þannig úir og grúir af allskonar gervinöfnum. sem ekki er hægt að ná í nema með vaxtaskatti. Fé, sem á þennan hátt er geymt. nemur 20–30 millj. kr., og ríkissjóður gæti fengið allríflegar tekjur með því að leggja vaxtaskatt á þetta óframtalda fé. Ámóta upphæð er í verðbréfum. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessari hlið málsins.