03.04.1939
Neðri deild: 34. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 151 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

69. mál, gengisskráning og ráðstafanir í því sambandi

Forseti (JörB):

Þar sem allrækilega hefir verið rætt um málið við 1. umr., og öllum kemur hinsvegar saman um, að málið þurfi að ná skjótri afgreiðslu, þá vil ég leyfa mér að fara fram á, að ræðutími verði styttur frá því, sem þingsköp gera venjulega ráð fyrir, þannig, að til þessarar umr. gangi ekki nema 1 klst. og ræðutími hvers þm. verði 6 mín. Ég mun leita afbrigða fyrir því, að áskildu samþykki hæstv. ríkisstj., og bið ég þá hv. þm., sem samþ. þessi tvöföldu afbrigði, að rétta upp höndina.