14.03.1939
Neðri deild: 19. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 227 í C-deild Alþingistíðinda. (3052)

31. mál, eignarnám lands í Ölfusi til nýbýla

*Bjarni Bjarnason:

Þetta frv., sem liggur hér fyrir til umr., gerir ráð fyrir að veita ríkisstj. heimild til að taka eignarnámi hluta af landi 8 jarða sunnan og vestan Ingólfsfjalls, til að reisa þar nýbýli. Land skal tekið ettir því, sem nýbýlastjórn ríkisins telur þurfa til þess, að þar rísi upp nýbýlabyggð með tímanum, þó svo, að jarðirnar, sem landið eiga, skuli ekki skertar meir en svo, að þar verði rekinn lífvænlegur búskapur.

Þetta land er að vísu mjög álitlegt til ræktunar og liggur vel. En þegar ég fer að athuga. hve margir bændur eiga nú að nota þetta land, þá gæti ég hugsað mér, að ekki væri hægt að setja þarna niður nema svo sem tvö býli í viðbót. Að vísu færi það nokkuð eftir því, hversu fullnotað landið yrði. Ennþá er það svo, að jarðir þurfa mikla víðáttu, sérstaklega til sauðfjárræktar. Á þann mælikvarða efast ég um, að býlin þarna hafi yfir meðallag eða mikið aflögu, Ef 2 býli kæmu í viðbót, hygg ég þar væri fullskipað.

Auðvitað er málið vel athugandi. Og eigi að stofna samvinnubyggð, er mikilsvert, að hún sé nálægt fjölförnum vegi, svo að sjá megi það, sem vel yrði þar gert. Og ef það teldist kleift að veita jarðhita Reykjatorfu á þennan stað, væri það náttúrlega mikils virði. En um það er erfitt að fullyrða í bráð.

Ég gæti bent á annan stað, sem gæti orðið miklu hagkvæmari í því skyni að stofna samvinnubyggð. Ég hefi þegar látið í ljós, að þarna mundi ekki verða mikið rúm fyrir slíka byggð. Ég vil því undirstrika það, sem hv. l. flm. tók fram, að þetta þyrfti að athuga gaumgæfilega, svo að ekki verði í þetta ráðizt fyrr en vissa er fengin fyrir því, að hin ákjósanlegasti staður sé valinn fyrir þessar framkvæmdir. Og ég hygg, að rannsókn mundi leiða það í ljós, að þarna nærlendis sé annar staður, sem betur er til þessa fallinn.