28.03.1939
Efri deild: 27. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í C-deild Alþingistíðinda. (3076)

36. mál, dónþinghá í Holtshreppi

*Magnús Gíslason:

Frv. þetta fer fram á, að Holtshreppur í Skagafjarðarsýslu verði sérstök dómþinghá, með þingstað að Ketilási, og hefir það nú gengið í gegnum hv. Nd. En við athugun á l. nr. 85 frá 1936, um meðferð einkamála í héraði, komst ég að þeirri niðurstöðu, að óþarft væri að setja l. um þetta efni, þar sem tekið er fram í 72. gr., að hver hreppur og hver kaupstaður skuli vera sérstök dómþinghá, og fellur vitanlega þessi hreppur undir þá lagasetningu.

Ég geri ráð fyrir, að hér sé um athugunarleysi af hálfu hv. flm. að ræða, og er vissulega ekki ástæða til að tefja þingið með því að setja l. um þau ákvæði, sem þegar eru í l. Er því hægt að vísa þessu máli strax frá. Raunar má líka láta það fara í n. til nánari athugunar, en ég álít ástæðulaust að gera það.