18.12.1939
Neðri deild: 86. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (3102)

51. mál, jöfnunarsjóður aflahluta

*Frsm. (Sigurður Kristjánsson) :

Það er aðeins örstutt aths. — Ég vil benda hv. þm. Barð. sérstaklega á, að þessi ótti hans við, að Sþ. muni fella fjárveitingu til framkvæmda á þessum l., er gersamlega ástæðulaus, ef frv. er samþ. í báðum d., því að þá er óhugsandi annað en að vilji sé til í Sþ. til að framkvæma það, sem búið er að samþ. sem l. í báðum þingd.

Ég vil út af því, sem hann sagði um, að ég hefði verið að bregða honum um óheilindi. benda honum á, að hann kom ásamt hv. þm. V.-Húnv. með brtt. við 2. umr., og þær brtt. voru í samræmi við þeirra sérstöðu í n. Með þeim brtt. gat hann látið þessa till. fylgja, ef hann hefði viljað. Hann getur ekki neitað, að það er óvenjulegt að koma með svona till. nú við 3. umr. Ég skal játa, að mér kom þetta á óvart um þennan hv. þm., af því að hann er þekktur að því að vilja koma fram með sinn ágreining hiklaust og á réttum tíma. Ég skal þess vegna heita honum því, sem hann fór fram á, að bera hann ekki neinum brigzlum um óheilindi, af því að ég held, að ég megi treysta því, að hann hafi ekki gefið tilefni til þess.