14.04.1939
Neðri deild: 40. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (3141)

72. mál, alþýðutryggingar

Vilmundur Jónsson:

Ég vil aðeins mótmæla því, að ég hafi sagt í ræðu minni áðan, að ég hefði talað við alla hlutaðeigendur.

Viðvíkjandi slysahættunni fyrir sigmenn skal ég upplýsa, að í Hornbjargi og Hælavíkurbjargi hafa aldrei svo að kunnugt sé orðið slys á öðrum en sigmönnum. Er mér þetta sjálfum vel kunnugt síðastliðin 20 ár.