06.11.1939
Neðri deild: 53. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 264 í C-deild Alþingistíðinda. (3152)

93. mál, skattfrelsi h/f Eimskipafélags Íslands

*Héðinn Valdimarsson:

Ég ætla ekki að mótmæla því, sem hv. þm. Ísaf. sagði. En það var eitt atriði í ræðu hans, sem mér er sérstaklega vel kunnugt um, sem ég vildi leiðrétta. Það er ekki rétt, að ríkisstj. hafi leigt neitt skip til olíuflutninga. Öll sú olía, sem komið hefir hingað og von er á, hefir verið og mun verða flutt með skipum, sem útveguð hafa verið af olíufélögunum sjálfum að öllu leyti.