20.11.1939
Neðri deild: 63. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 300 í C-deild Alþingistíðinda. (3199)

115. mál, fræðsla barna

*Flm. (Bjarni Bjarnason):

Ég get verið stuttorður um þetta litla frv. á þskj. 296. Í frvgr. og grg. er sagt það, sem þarf að segja. En ég vil bæta við, að eftir að 1. um gagnfræðaskóla voru sett, var mjög víða í bæjum landsins ekki til nein bygging fyrir gagnfræðaskóla. Var því tekið upp í l., að ríkissjóður greiði húsaleigu fyrir þessa skóla í sama hlutfalli og ríkið greiðir við byggingu þeirra, sem er 2/5 kostnaðar. En við barnaskólana utan kaupstaða er styrkur ríkisins 1/3. Þess vegna er farið fram á að heimila ríkisstj. að greiða húsaleiguna að 1/3.

Ég vænti þess fastlega, að hv. d. taki frv. vel og óska eftir, að því verði vísað til 2. umr. og menntmn.