17.03.1939
Efri deild: 19. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (32)

5. mál, innheimta ýmissa gjalda 1940

*Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Fjhn. hefir athugað þetta frv. og borið það saman við gildandi lög. Lög þau, sem þetta frv. fer fram á, að framlengd verði, hafa verið framlengd hér ár eftir ár. Nú hefir breyting orðið á þessu frv. frá því, sem áður hefir verið, að því leyti, að viðaukinn á ýmsum aðflutningsgjöldum er ekki hér með, þar sem hann hefir verið tekinn upp í frv. um tollskrá, sem hér liggur fyrir. Ennfremur er viðauki á skemmtanaskatt lækkaður í þessu frv. frá því, sem áður hefir verið, úr 80% í 20% á öðru en kvikmyndum, og er það í samræmi við ákvæði í gildandi fjárlögum.

Fjhn. lítur svo á, að ekki verði frekar nú en áður komizt hjá því, að ríkissjóður fái þessar tekjur. Eins og sjá má af nál. á þskj. 52, leggur n. til, að frv. verði samþ. Þó hefir hv. 1. þm. Reykv. skrifað undir nál. með fyrirvara, sem hann og hefir gert áður, þegar hann hefir átt sæti í fjhn. og hún hefir haft þetta mál til meðferðar á undanförnum þingum, og býst ég við, að sá fyrirvari sé svipaðs eðlis og áður hefir verið.