25.11.1939
Neðri deild: 68. fundur, 54. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í C-deild Alþingistíðinda. (3209)

115. mál, fræðsla barna

Finnur Jónsson:

Ég vildi með örfáum orðum styðja brtt. hv. 4. þm. Reykav. á þskj. 322, um að gera ekki í þessu efni mun sveita og kaupstaða. Ég get upplýst, að það mun vera þannig í ýmsum kaupstöðum, að miður vel hefir tekizt að uppfylla þær kröfur um leikfimikennslu, sem ákveðnar eru í lögum, vegna húsnæðisvandræða, og húsnæðið, sem notazt er við til þeirrar kennslu, getur ekki talizt viðunandi nema í mjög fáum kaupstöðum, en á byggingu góðra leikfimihúsa hlýtur nú að verða bið. Ég mun greiða atkv. með brtt. — Það hefir verið talað um, að á þennan hátt komist styrkveitingaormurinn inn í leikfimikennsluna í sveitunum, en ég tel rétt, að það sama megi verða gildandi einnig fyrir kaupstaðina.